Category: Uncategorized
-
Vinir Hlíðarvatns – Ný síða á Facebook
—
Stofnuð hefur verið Facebook-síða um Hlíðarvatn í Selvogi. Allir vinir vatnsins geta gengið í þann hóp og þannig fylgst með fréttum af vatninu. Félögin, sem hafa aðstöðu við vatnið, héldu fund með sér hinn 27. október 2016. Á þeim fundi voru lagðar fram aflatölur frá hverju félagi. Yfirlit yfir veiðina frá árinu 2016 má finna…
-
Kynningartilboð
—
Stoppioni á Ítalíu, sem framleiðir ýmsar vörur til stangveiði undir Stonfo vörumerkinu, hefur hafið framleiðslu á úrvali vandaðra áhalda til fluguhnýtinga. ÁRVÍK hefur selt hnýtingarþvingur og fleiri vörur frá fyrirtækinu en þessi vönduðu áhöld til hnýtinga eru ný í sölu hjá okkur. Áhöldin eru enn sem komið er ekki í dreifingu í verslunum. Til þess…
-
Lesefni fyrir helgina
—
Á heimasíðu ÁRVÍKUR er að finna nokkrar nýlegar greinar sem vert er að vekja athygli veiðimanna á ef þá vantar lesefni fyrir helgina. Nýjasta greinin fjallar um það hvort fiskar finni til sársauka líkt og við mennirnir. Í greininni er fjallað um bókina Do fish feel pain? og rannsóknir vísindamanna á því efni. Greinin er…
-
FLEX – nýja stöngin frá Scott
—
Fyrstu eintökin af nýju Scott Flex stönginni eru komin til okkar. Þetta er stöngin sem var kynnt á IFTD sýningunni í Orlando í Flórída í júlí nú í sumar. Flex stöngin frá Scott Flex stönginni er ekki ætlað að koma í stað Radian og Meridian verðlaunastanganna eða A4 stangarinnar. Flex stöngin gefur þeim þó ekkert…
-
Fishpond vörulistinn 2017
—
Nýi vörulistinn frá Fishpond fyrir 2017 er kominn út. Hann má finna hér. Í listanum er að finna margt nýjunga í bland við frábæra eldri hönnun. Þar má t.d. nefna Thunderhead Submersible Duffel töskuna en sú veiði- og fatataska vann til fyrstu verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í Florida í júlí í sumar sem…
-
C & F box á útsölu
—
Í ágúst og út september býður ÁRVÍK öll flugubox frá C&F Design á 30% afslætti frá því verði sem er á heimasíðunni. Afslátturinn reiknast við afgreiðslu. Veiðimenn geta bæði pantað boxin í vefversluninni eða með tölvupósti: arvik@arvik.is. Boxin má annaðhvort sækja til okkar eða fá send í pósti. Boxin má skoða inni á vefsiðu okkar…
-
Ný viðskiptasambönd og heimasíða
—
Fyrir nokkru var gengið frá því að ÁRVÍK mun taka að sér dreifingu á Mepps spónum hér á landi. Mepps spónar (eða spúnar eins og sumir segja) hafa verið ófáanlegir í verslunum hér um nokkurt skeið en úr því verður bætt fyrir næsta ár. Því miður er afgreiðslufrestur frá framleiðanda það langur að ekki er…
-
Ný heimasíða í smíðum
—
Nú er unnið að endurbótum á heimasíðu okkar. Framvegis verður hún eingöngu helguð stangveiðinni, stangveiðivörunum og fróðleik um stangveiði. Þessi vinna mun taka nokkurn tíma og sjá gestir breytingarnar jafnóðum og þær gerast. Vefverslunin og vöruflokkarnir taka ekki neinum breytingum og virka nú þegar og áfram eins og verið hefur. Það er hins vegar von…
-
Nýjar frábærar flugulínur
—
ÁRVÍK hefur tekið að sér markaðssetningu á ARC-flugulínunum hér á landi en þessar flugulínur eru hannaðar í Bandaríkjunum og framleiddar á Englandi. Þær eru einstök nýjung og bestu flugulínurnar sem við hjá ÁRVÍK höfum prófað. Þetta eru helstu ástæðurnar: • Línurnar eru tvílitar og skipta lit á þeim stað þar sem línan hleður stöngina fyllilega.…
-
Hlíðarvatn – Boðið í veiði
—
Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á…