Hlíðarvatn – Boðið í veiði

Hlíðarvatn Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Bleikja úr Hlíðarvatni Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil. Loks skal nefna að berjaland er í kringum vatnið, þótt berjasprettan sé ekki eins góð nú og oft áður. Hins vegar hafa þeir, sem sótt hafa vatnið að undanförnu, veitt ágætlega, þannig að vel gæti fiskast, ef þannig viðrar. Nokkuð mun vera af lausum dögum til veiða í vatninu, einkum í september, en þá hafa menn oft lent í góðri veiði og náð í stóra fiska. Hér á heimasíðunni, undir Veiðistaðalýsingar, er að finna ýmsar upplýsingar um Hlíðarvatn og veiðina þar.

NÝJUSTU FRÉTTIR