Unnið til verðlauna

Unnið IFTD fluguveiðisýningunni er nú að ljúka í Orlando í Florida. Þáttur í sýningunni er að veita viðurkenningar fyrir vörur sem taldar eru skara fram úr öðrum vörum á sýningunni. Þetta er mikil viðurkenning enda er sýningin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og allir helstu framleiðendur vara til fluguveiði taka þátt í sýningunni.   Scott endurtók nú afrekið frá árinu 2013 þegar Radian stöngin var valin „Best new Freshwater Fly Rod“ og sú nýjung sem skaraði helst fram úr á sýningunni en þá var hún einnig valin „Best of Show“. Nú var það Meridian stöngin sem var valin „Best of Show“ og „Best new Saltwater Fly Rod“. Menn þurfa þannig ekki að leita lengra vilji þeir stöng sem skarar fram úr. Scott á svarið hvort sem veiða á í ferskvatni eða söltum sjónum.   Fyrsta Scott stöngin, sem náði verulegum vinsældum hér á landi, var STS stöngin. Hún var hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu en þessi hraða og snarpa stöng féll vel að íslenskum aðstæðum þar sem vindur gerir mönnum oft erfit fyrir. Það eru enn til eintök af þeirri stöng á lager en hún var um tíma sett í hóp sígildra stanga Scott. Stangir til veiða í sjó geta þess vegna verið ákjósanlegar til veiða í ferskvatni við ákveðnar aðstæður. Helsti munurinn er sá að þessar stangir eru sérstaklega smíðaðar til þess að þola seltu og slíka tæringu. Allir íhlutir eru valdir með tilliti til þess.     Á myndinni er Jim Bartschi, forstjóri og aðalhönnuður Scott með tveimur starfsmönnum Scott með viðurkenningarnar.   Fishpond hefur einnig reglulega unnið til verðlauna á sýningunni enda sker hönnun á vörum fyrirtækisins sig frá öðrum á markaðnum þótt sumir reyni að líkja eftir henni. Að þessu sinni fékk Summit Sling vestisbakpokinn verðlaun og Thunderhead Sling fékk verðlaun sem umhverfisvænasta varan enda endurunnin úr nælonnetum sem hafa verið veidd úr sjó. John Land Le Coq er annar stofnenda Fishpond og aðalhönnuður fyrirtækisins. Hann er annar frá hægri á myndinni:

NÝJUSTU FRÉTTIR