Nýtt heimilisfang

Í desember á síðasta ári, nánar tiltekið hinn 15. desember 2021 seldi ÁRVÍK hf. skrifstofuhúsnæði sitt á Garðatorgi 3. Kaupandinn var Hjörsey ehf. sem er í eigu Guðmundar Kristinssonar. Þá lá fyrir heimild til þess að breyta húsnæðinu í íbúð en Helga Guðrún Vilmundardóttir hafði þá teiknað upp skipulag húsnæðisins sem íbúð. Húsnæðið var afhent þá þegar. Afsal fyrir eigninni var gefið út hinn 17. janúar 2022.

Breytingar á húsnæðinu hófust þegar. Þeim lauk snemma árs 2022. Fyrstu íbúarnir voru fólk á flótta frá Úkraínu.

ÁRVÍK hf. er þó ekki flutt úr bæjarfélaginu. Þörfin fyrir skrifstofuhúsnæði er hins vegar ekki mikil eftir að ÁRVÍK veiðivörur ehf. tók við sölu og dreifingu á þeim veiðivörum sem áður voru til húsa á Garðatorgi og öll starfsemin fluttist á Langholtsveg 111 þar sem verslunin Veiðiflugur er einnig til húsa. Heimilisfangið hjá ÁRVÍK hf. er nú í Fífumýri 13, 210 Garðabær.

NÝJUSTU FRÉTTIR