Nýjar frábærar flugulínur

Nýjar ÁRVÍK hefur tekið að sér markaðssetningu á ARC-flugulínunum hér á landi en þessar flugulínur eru hannaðar í Bandaríkjunum og framleiddar á Englandi. Þær eru einstök nýjung og bestu flugulínurnar sem við hjá ÁRVÍK höfum prófað. Þetta eru helstu ástæðurnar: •    Línurnar eru tvílitar og skipta lit á þeim stað þar sem línan hleður stöngina fyllilega. Þær eru ennig hálfu númeri þyngri en uppgefin línuþyngd á umbúðum gefur til kynna og henta þannig sérstaklega vel fyrir hinar nýju og hraðari stangir. •    Kápan er úr pólýúreþan en ekki PVC. Hún heldur lögun sinni vel, bæði í köldu og heitara vatni. •    Nano-tækninni er beitt til þess að festa „pólýtetrafluoróetýlen“ í yfirborð kápunnar. Þetta er eitthvert sleipasta efni sem þekkist og hrindir vel frá sér óhreinindum og ýmsum aðskotaefnum. Efnið er svo hált, að fluga getur ekki gengið upp vegg, sem er húðað með efninu. Frægasta útgáfa efnisins er Teflon-efnið frá DuPont. •    Til þess að auka enn á rennsli línunnar eru rákir mótaðar eftir línunni endilangri. Með því að hafa rákirnar langsum er auðveldara að hreinsa línuna, ef þarf, rákirnar skapa ekki hávaða í lykkjunum og skera ekki í fingur eins og vill verða ef þær væru skornar þvert á línuna. •    Kjarni línunnar gefur henni æskilegan togstyrk en það teygist einungis á línunni um 6% við átak. •    Á báðum endum línunnar eru vel lagaðar, soðnar lykkjur, sem auðvelda skipti á taumum. Á endanum, sem er næst baklínunni, er greinargóð merking, sem getur um heiti línunnar, línuþyngd og gerð. Þeir, sem eru að leita að vandaðri flotlínu fyrir bestu stangirnar á markaðnum þurfa ekki að leita lengra. Flotlínan er fundin. Hún er fáanleg í línuþyngdum 3 til 8 og einnig sem þurrflugulína í þyngdum 4 og 5.

NÝJUSTU FRÉTTIR