Lesefni fyrir helgina

Lesefni Á heimasíðu ÁRVÍKUR er að finna nokkrar nýlegar greinar sem vert er að vekja athygli veiðimanna á ef þá vantar lesefni fyrir helgina. Nýjasta greinin fjallar um það hvort fiskar finni til sársauka líkt og við mennirnir. Í greininni er fjallað um bókina Do fish feel pain? og rannsóknir vísindamanna á því efni. Greinin er þó ætluð leikmönnum og er að finna hér. Við innsetningu þeirrar greinar uppgötvaðist að grein um það hvernig á að standa að sleppingu fiska í veiði hafði skemmst í einhverri uppfærslu á heimasíðunni. Sú grein hefur nú verið lagfærð og endurbætt. Hana má finna hér. Þá var fyrir nokkru vakin athygli á umfjöllun á heimasíðunni um regnbogasilung í íslenskri náttúru. Þá grein má finna hér en hún tengist að nokkru leyti umfjöllun um vaxandi fiskeldi í sjó. Ný grein, sem tengist þeirri umfjöllun, er ýmis fróðleikur um laxalús. Þá grein, sem ber heitið Laxalús, má finna hér á heimasíðunni.

NÝJUSTU FRÉTTIR