FLEX – nýja stöngin frá Scott

FLEX Fyrstu eintökin af nýju Scott Flex stönginni eru komin til okkar. Þetta er stöngin sem var kynnt á IFTD sýningunni í Orlando í Flórída í júlí nú í sumar. Flex stöngin frá Scott Flex stönginni er ekki ætlað að koma í stað Radian og Meridian verðlaunastanganna eða A4 stangarinnar. Flex stöngin gefur þeim þó ekkert eftir í útliti enda er þetta mjög fallega hönnuð, stílhrein stöng, sem hefur þegar hlotið lofsamleg ummæli. Vinnslan lofar einnig góðu. Verðið er hins vegar töluvert lægra heldur en á dýrustu stöngunum. Þeir sem hyggja á að kaupa sér góða flugustöng fyrir næstu vertíð gerðu þess vegna rétt í því að kynna sér Flex stöngina til hlítar og setja X við Flex þegar kemur að því að gera upp hug sinn. Nánari upplýsingar um stöngina er að finna hér.

NÝJUSTU FRÉTTIR