Fishpond vörulistinn 2017

Fishpond... Nýi vörulistinn frá Fishpond fyrir 2017 er kominn út. Hann má finna hér. Í listanum er að finna margt nýjunga í bland við frábæra eldri hönnun. Þar má t.d. nefna Thunderhead Submersible Duffel töskuna en sú veiði- og fatataska vann til fyrstu verðlauna á IFTD sýningunni í Orlando í Florida í júlí í sumar sem umhverfisvænasta varan á sýningunni. Töskuna er að finna á bls. 3 í listanum og mynd af töskunni má sjá hér að neðan. Thunderhead Submersible Duffel Í vörulistanum að þessu sinni má einnig finna myndir frá Íslandi. Á bls. 6 er mynd frá Fossá, sem rennur í Þjórsá, og á baksíðunni er mynd af aðalhönnuði og stofnanda Fishpond, John Land Le Coq, þar sem hann kannar innihald Summit Sling tösku sinnar (vörunr. FP9730) við veginn meðfram Laxá í Kjós. Summit Sling taskan Aukahlutir eru seldir sér Á næstunni munum við kanna óskir verslana hvers þær óska af Fishpond vörunum fyrir jólin. Þessi frábæra hönnun hefur líkað vel til jólagjafa og sennilega verður engin breyting á því í ár miðað við úrvalið. Veiðimenn eru einnig hvattir til þess að senda okkur línu um óskir sínar. Netfangið er einfalt: arvik@arvik.is. Það borgar sig að semja jólagjafalistann tímanlega.

NÝJUSTU FRÉTTIR