C & F box á útsölu

C Í ágúst og út september býður ÁRVÍK öll flugubox frá C&F Design á 30% afslætti frá því verði sem er á heimasíðunni. Afslátturinn reiknast við afgreiðslu. Veiðimenn geta bæði pantað boxin í vefversluninni eða með tölvupósti: arvik@arvik.is. Boxin má annaðhvort sækja til okkar eða fá send í pósti. Boxin má skoða inni á vefsiðu okkar með því að fara inn á slóðina: http://www.arvik.is/?category=26. ÁRVÍK hóf að kynna C&F Design boxin hér á landi fyrir mörgum árum. Boxin eru frábær hönnun en fljótt fór að bera á eftirlíkingum þar sem hönnun var lítillega breytt eða henni beinlínis stolið. Þetta kom niður á markaðssetningu á boxum C&F Design sem varð erfiðari vegna þessa og boxin nutu ekki hönunarverndar. C&F Design tók síðan þá afdrifaríku ákvörðun að setja alla dreifingu á vörum sínum í Evrópu á eina hendi og segja upp samningum við alla umboðsmenn sína í Evrópu. Hinn nýji umboðsaðili hefur ekki tekið yfir vörubirgðir fyrri umboðsmanna eins og algengt er og á ÁRVÍK enn gott úrval af flestum boxunum frá C&F. Þessi box viljum við nú bjóða íslenskum veiðimönnum á góðum kjörum á meðan birgðir endast.

NÝJUSTU FRÉTTIR