Stærsta bleikja úr Hlíðarvatni

Stærsta Ásgeir Guðbjartsson fékk að renna í vatnið við annan mann hinn 12. september 2008 ef enginn væri þar við veiðar. Engir veiðimenn voru sjáanlegir svo að hann reyndi fyrir sér á Mölinni. Fékk hann þar væna bleikju sem reyndist 4,4 kíló slægð og heimkomin. Meðfylgjandi mynd er af bleikjunni sem tók litla Watson´s Fancy tvíkrækju sem hnýtt var af Friðbergi Guðmundssyni (1919-1987). Ásgeir hefur áður veitt 8 punda hrygnu í vatninu, aðra 7 punda og þá fjórðu 6 punda. Einnig hefur hann veitt lax í Hlíðarvatni svo og regnbogasilung. Bleikja Ásgeirs er sennilega sú stærsta sem veiðst hefur í vatninu. Sögunni fylgdi að hún væri 36 cm en líklega var tommustokknum haldið öfugt. Hún hefur líklega verið nálægt 80 cm og yfir 10 pund óslægð. 

NÝJUSTU FRÉTTIR