Ný vefsíða

Ný ÁRVÍK tók til starfa hinn 1. desember 1983. Fyrirtækið hefur þannig starfað í 25 ár. Það er þess vegna vel við hæfi á þessum tímamótum að opna nýja vefsíðu sem gefur betra yfirlit yfir söluvörur fyrirtækisins, sérstaklega veiðivörurnar. Veiðivörurnar eru settar fram í nokkrum flokkum. Þar geta viðskiptavinir séð úrval af flugustöngum, hjólum, línum og margs konar útbúnaði fyrir veiðiferðina. Þar er að finna myndir af vörum og stutt lýsing. Þessar vörur eru til hjá mörgum af endurseljendum okkar, en eigi þeir ekki vöruna til, getur varan verið til daginn eftir hjá flestum endurseljendum, jafnvel samdægurs. Lista yfir endurseljendur er að finna á heimasíðunni. Á heimasíðunni er einnig að finna margs konar fróðleik um fluguveiði. Það er markmið okkar að bæta við þennan fróðleik jafnt og þétt þannig að hann megi þjóna viðskiptavinum okkar sífellt betur, bæði við val á búnaði og einnig þannig að þeir geti sótt þangað annan fróðleik sem eykur hæfni þeirra og ánægju á veiðislóð eða við undirbúning veiðferðar. 

NÝJUSTU FRÉTTIR