Nýjungar frá Wychwood

Nýjungar Paul Richardson, aðalhönnuður Wychwood, er iðinn við að koma fram með nýjar vörur sem vekja áhuga. Beituboxið í beltið (LE0024) var kynnt í frétt dagsins hér að neðan. Vuefinder Competition-fluguboxið (LE6067) er jafnskemmtileg hönnun. Boxið tekur 1000 flugur sem bæði má skoða í gegnum glært lokið og botninn. Á boxinu eru góðar þéttingar til þess að varna raka að komast í flugurnar og eyðileggja þær. Slík þétting er nauðsynleg enda gætu 1000 silungaflugur kostað vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Fluguboxið kostar kr. 8.200.   Nett handklæði frá Wychwood (LE1103) er gott að hafa við hendina í vestinu að lokinni aðgerð. Það kostar kr. 1.250. Með handklæðinu mætti benda áStream Soap (LOF0255) frá Loon sem er umhverfisvæn sápa sem kemur í afar handhægum umbúðum. Hún kostar kr. 490. Fram að aðgerð er gott að geyma aflann í þar til gerðum silungapoka (LE2925). Pokann má festa í belti eða láta hann liggja í vatni við bakkann. Þá leikur vatn um fiskinn og kælir hann. Á pokanur eru einnig höldur til þæginda. Hann kostar kr. 2.990. Loks má nefna nýjan háf, sem reyndar er seldur undir merki Leeda, en ekki Wychwood. Hann kemur hjá Árvík í stað háfsins frá Marryat. Þetta er háfur með hnútalausu neti og þettriðnum miðhluta sem gerir jafnvel kleift að ná flugum af vatnsfletinum. Stærðin er 30sm x 40 sm og 30 sm á dýpt. Handfangið gefur gott grip en stærsti kosturinn er segullinn efst í handfanginu. Vegna hans má auðveldlega losa háfinn og athafna sig frjálslega við að fanga silunginn. Jafnauðvelt er að koma háfnum fyrir á ný. Segullinn sér um það. Háfurinn kostar kr. 4.590.    

NÝJUSTU FRÉTTIR