Flugulínurnar frá Northern Sport

Flugulínurnar Nokkrir vinir okkar hafa verið svo vinsamlegir að prófa nýju línurnar frá Northern Sport fyrir okkur í veiði. Einn fyrrverandi formaður ÁRMANNA, Ragnar Hólm Ragnarsson (sjá mynd) og núverandi formaður, Eiríkur Indriði Bjarnason, eru meðal þeirra sem gerðu okkur þennan greiða. Báðir reyndu þeir ,,X-High“ flotlínuna. Eiríkur Indriði sendi okkur þessa umsögn: ,,Þetta er alveg frábær flugulína og reyndist mér vel í Svartá í Skagafirði í 4°C lofthita og 5°C vatnshita. Reyndar fór loft-hitastigið einn daginn alveg í 15°C og vatnshiti upp í 10° en hina tvo dagana var kalt eins og fyrr segir.“ Ragnar Hólm tók í sama streng: ,,Hún er alveg prýðileg, vindur ekkert upp á sig og flýtur vel og gott er að kasta henni. Til marks um það er að ég notaði hana hér um bil eingöngu í vötnunum á Arnarvatnsheiði undir lok júní þar sem þarf auðvitað nokkuð löng köst og dugði fjarkinn vel.“ Taldi Ragnar sig geta vel mælt með línunni, ,,enda verðið mjög hagstætt og línan góð“ eins og Ragnar tók fram. Norther Sport línurnar eru framleiddar í Kanada fyrir norðurslóðir. Fyrirtækið hefur rúmlega aldarfjórðungsreynslu af framleiðslu á flugulínum. Línurnar henta vel fyrir íslenskar aðstæður og verðið er sérstaklega hagstætt miðað við gæði.

NÝJUSTU FRÉTTIR