Útsala á flugulínum – Nú ber vel í veiði

Útsala Gott úrval af flugulínum verður á útsölu á kostakjörum hjá okkur út ágúst. Þetta eru valdar gerðir af flugulínum frá Scientific Anglers. Þessar flugulínur eru nú boðnar með 30% afslætt frá verði fyrir hrun sem þegar var afar hagstætt. Útsalan stendur aðeins í fjórar vikur. Henni lýkur 31. ágúst 2011 eða fyrr ef allar línurnar seljast fyrir þann tíma. Línurnar eru í vefversluninni á venjulegu verði en 30% afsláttur reiknast við afgreiðslu. Einfalt er að finna endanlega verðið með því að margfalda gamla verðið með 0,7. Flugulína, sem kostaði 6.990, er þannig boðin á kr. 4.893. Þær línur, sem eru á útsölunni, eru í fjórum flokkum. Fyrst má nefna Quad Tip línuna sem er með fjórum lausum endum í sér veski. Einn endinn flýtur en hinir þrír sökkva en mishratt. Þessi lína sparar þrjár aukaspólur. Verðið var 12.990 krónur en hún kostar 9.093 krónur á útsölunni. Þá má nefna Windmaster-línuna en hún er bæði til sem flotlína og hægsökkvandi lína. Línan er hönnuð til þess að kast móti vindi. Línan hentar vel í miklum mótvindi. Venjulegt verð línunnar hjá okkur er 6.990 krónur en er 4.893 krónur á útsölunni. Þriðji flokkurinn eru tvíhendulínurnar. Nú bjóðum við allar Spey línurnar með 30% afslætti. Þetta eru línur sem heita Spey, Spey Classic, Spey Shorthead Multi-Tip, Spey XLT og Tri Tip Spey. Unnt er að finna línurnar með því að smella á nafn þeirra hér á síðunni. Dýrasta línan, Multi-Tip línan, var á krónur 14.995 en býðst nú á krónur 10.497 á útsölunni. Síðast en ekki síst má nefna Trout-línurnar. Nýja Ultimate Trout Sharkskin línan lækkar úr kr. 9.590 í kr. 6.713 krónur og  Mastery Trout línan verður til sölu á krónur 4.893 en venjulegt verð okkar er 6.990 krónur á Mastery línunum. Kaupendum er bent á allar línur verða póstlagðar á virkum dögum að kvöldi dags, sama dag og þær eru pantaðar. Unnt er að sækja línurnar til okkar samdægurs, og spara þannig flutningskostnað, ef pöntun er gerð fyrir hádegi. Að öðrum kosti verður línan til afgreiðslu daginn eftir. Þetta gildir að sjálfsögðu svo lengi sem birgðir endast enda er magnið takmarkað.

NÝJUSTU FRÉTTIR