Meira en fluguveiði

Meira Það verður að viðurkennast að fluguveiðimenn hafa notið meiri athygli en þeir sem beita kaststöngum við veiðarnar, ef vörulistinn, okkar eins og hann var í ársbyrjun, er skoðaður. Að undanförnu hafa hins vegar verið stigin markviss skref til þess að jafna þennan mun og auka þjónustuna við þá sem veiða á beitu, spún eða flugu í enda flotholts. Sennilega er auðveldast að læra að veiða með kaststöng og byrja á silungsveiðinni. Hér má mæla með Truespin stöng frá Wychwood (LE6786). Þetta er níu feta stöng í þremur hlutum fyrir spún 5 til 20 g. Verðið er 18.900 og frágangurinn er fallegur.Í laxveiðina mætti mæla með aðeins lengri stöng, Truebait (LE7447), sem er ellefu feta löng og fyrir spún 20 til 40 g. Verðið er aðeins hærra, kr. 20.900 en frágangurinn er jafngóður. Með þessum stöngum er mælt með Signature kasthjólunum frá Wychwood. Þau eru til í þremur stærðum. FS40 fyrir silung og FS50 eða FS60 fyrir lax (LE7310, LE7327 og LE7334). Silungahjólið er á kr. 7.990 en hin á kr. 8.990. Á hjólin mælum við með kastlínunum frá Gamma en bendum á að velja þær nægilega sverar. Togstyrkur þessara lína er mun meiri miðað við þvermál en veiðmenn eiga að venjast. Þeir mega ekki velja línuna það granna að tannhvass urriðinn geti bitið hana í sundur þótt togstyrkurinn sé nægur. Strandveiðin á vaxandi fylgi að fagna. Þá, sem vilja fá sér vandaðan búnað í þá veiði, getum við glatt með Assassin stöng (LE3165). Þetta er 15 feta stöng (4-6 oz) í þremur hlutum hönnuð fyrir löng köst. Verðið er kr. 32.000. Assassin FS7500 kasthjól (LE8482) hæfir þessari stöng. Það kostar kr. 19.990. Loks má nefna nýjustu hönnunina frá Wychwood, Beitubox í beltið (LE0024). Boxið er með aðskildum hólfum, neðst er beitan, en efst eru tvö hólf, annað fyrir öngla og hitt fyrir sökkur. Boxið kostar kr. 4.790.

NÝJUSTU FRÉTTIR