Griffin Enterprises hjá ÁRVÍK

Griffin Mikið úrval af hnýtingarþvingum er til á markaðnum. Það er hins vegar ekki auðvelt að finna góðar „true rotary“ hnýtingarþvingur á hagstæðu verði. ÁRVÍK hefur í nokkur ár boðið vandaðar hnýtingarþvingur með þessari hönnun. Nú getum við einnig boðið afar góðar þvingur, þannig hannaðar, á hagstæðu verði frá Griffin Enterprises Inc. í Montana í Bandaríkjunum en ÁRVÍK hefur tekið að sér heildsöludreifingu á vörum fyrirtækisins hér á landi. Griffin framleiðir einnig ýmis önnur áhöld til fluguhnýtinga. Allar þessar vörur er að finna á heimasíðunni í flokki 1211 „Hnýtingatæki, verkfæri“.  

NÝJUSTU FRÉTTIR