ÁRVÍK selur ZAP

ÁRVÍK ÁRVÍK hefur tekið að sér heildsöludreifingu á vörulínu ZAP fyrir stangveiðmenn í samvinnu við Dave og Emily Whitlock Fly Fishing. Fyrirtæki þeirra hefur útbúið ZAP-A-GAP- límvörurnar í umbúðir og magneiningar sem henta stangveiðimönnum sérstaklega vel til fluguhnýtinga, vöðluviðgerða, taumatenginga og línusamsetninga. Sérstakir kostir Zap-límsins eru mátulegur þornunartími og hversu vel það þolir vatn án þess að harðna og springa. Dave Whitlock hefur verið frumkvöðull í notkun Zap-límsins. Hann hefur kynnt fjölbreytta notkun þess í yfir tuttugu ár sem sjálfstæður notandi. Nú hafa þau hjón tekið að sér dreifingu þessara vara. Það er ÁRVÍK sérstakt ánægjuefni að starfa með þeim að þessari dreifingu. Í grein hér á heimasíðunni eru fjölbreyttir notkunarmöguleikar límsins við taumatengingar og línusamsetningar skýrðir. Greinin byggir að mestu á skrifum Dave um sama efni. Dave hefur ritað mikið um fluguveiði. Eftir hann liggja bækurnar Guide to Aquatic Trout Foods sem kom fyrst út árið 1982 og  Imitating and Fishing Natural Fish Foods sem kom út árið 2002. Dave ritaði þriðjung bókarinnar Ultimate Book of Fly Fishing sem fyrirtækið L. L. Bean lét semja og kom út árið 2002. Loks má nefna að teikningar hans myndskreyta bókina  Selective Trout sem kom fyrst út árið 1971 en var endurútgefin árið 2000. Allt eru þetta rit sem eru afar áugaverð fyrir þá sem unna fluguveiði og vilja kynna sér lífríkið sem er fæða silungsins.

NÝJUSTU FRÉTTIR