Category: Uncategorized

  • Scott – Nýtt efni

    Undir efnisflokknum Fróðleikur – veiði er nú að finna marvíslegt nýtt efni um Scott flugustangirnar. Yfirlit um framboðið er að finna í greininni „Scott flugustangir“. Þá hafa skrifin um ábyrgð og umhirðu Scott stanga verið uppfærð og endurskrifuð að hluta. Við hjá ÁRVÍK reynum að gera eigendum Scott stanga það eins og auðvelt og hagkvæmt…

  • IFTD: Fishpond fékk þrenn verðlaun

    Engilsaxar eiga sér orðtak sem hlóðar svo: „Imitation is the sincerest form of flattery“ sem mætti þýða þannig að eftirlíkingin segi meira en mörg orð um það hversu merkileg frummyndin er. Þeir sem framleiða fallega hönnun og vandaðar vörur verða iðulega fyrir þessu. Fishpond er eitt af þeim fyrirtækjum sem við seljum fyrir, sem verður…

  • Vörurnar á YouTube

    Að undanförnu hafa verið settir inn fjöldi tengla í vörulistannn okkar þar sem vörunum er lýst á YouTube. Það er von okkar að þetta efni þyki áhugavert og sýni betur en einföld mynd hvernig vörurnar eru úr garði gerðar og hvernig þær virka.

  • Radian verðlaunastöngin frá Scott

    Þeir, sem hafa veitt á Scott stangir, vita að þar hafa flinkir hönnuðir og stangarsmiðir verið að verki. Það er samt ekki gefið að stangarhönnuðir Scott njóti ávallt verðskuldaðrar viðurkenningar. Aðrar stangir eru betur þekktar í Evrópu og meira auglýstar. Scott er hins vegar vel þekktur framleiðandi á Bandaríkjamarkaði og nýtur virðingar. Það er því…

  • Nýjar vörur

    Aquaz hefur framleitt vöðlur frá árinu 1986. Í ár hefur úrval okkar af vörum frá þeim aukist töluvert. Nýju Dryzip-vöðlurnar bættust nú í hóp þeirra sem fyrir voru. Þetta eru vöðlur með vatnsheldum rennilás og fimm laga Aqualex® Duratek efni neðan hnés til þess að gera vöðlurnar endingarbetri. Með því að slá inn orðinu Dryzip…

  • Boðið í veiði

    Félögin, sem hafa aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða þeim sem vilja kynnast vatninu að koma og renna í vatnið án endurgjalds næstkomandi sunnudag 25. ágúst 2013. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og leiðbeina um veiði og veiðistaði. Þetta eru Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Heimilt er að veiða á…

  • Þurrflugubox

    Þurrflugubox þurfa að hafa þann eiginleika að hvert hólf sé með loki. Ástæðan er einföld: Vindurinn. Þurrflugurnar er iðulega lausar í hólfum og það er mikið tap að missa innihald úr heilu fluguboxi út í buskann. Þurrfluguboxin, sem ÁRVÍK hf. tók í sölu frá Leeda í sumar mæta þessum kröfum. Minna boxið LE 9253 er…

  • Með línurnar í lagi

    Í sumar hefur ÁRVÍK aukið við úrvalið af flugulínum frá Northern Sport. Nú bættust í hópinn Wind Taper flotlína og Super Sink sökklína sem sekkur 18 sm/sek eða hraðar. Einnig bættist við úrval af skothausum. Fyrir voru Intermediate sökklína (4 til 5 sm/sek) og  Fast Sink lína (14 til 15 sm/sek og lína með sökkenda,…

  • Túpubox

    Kamasan þríkrækjurnar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal þeirra íslensku veiðimanna sem veiða á túpuflugur. Og þeim fer sífellt fjölgandi sem það gera. B990 þríkrækjurnar fást í öllum veiðivöruverslunum og fjöldi leiðsögumanna skiptir út þríkrækjum hjá þeim veiðimönnum sem þeir leiðsegja ef þeir eru með aðrar þríkrækjur. Því miður er No. 14 enn sú…

  • Stonfo frá Ítalíu

    ÁRVÍK hefur tekið að sér dreifingu á tækjum og tólum til fluguhnýtinga sem framleidd eru af Stonfo á Ítalíu. Þetta eru afar vel smíðuð og hönnuð verkfæri sem gefa hnýtingunum aukna ánægju. Stonfo framleiðir einnig ýmsa aðra smávöru til fluguveiði sem mun einnig verða á boðstólum. Þetta er góð viðbót við verkfærin sem við bjóðum…