Stonfo frá Ítalíu

Stonfo ÁRVÍK hefur tekið að sér dreifingu á tækjum og tólum til fluguhnýtinga sem framleidd eru af Stonfo á Ítalíu. Þetta eru afar vel smíðuð og hönnuð verkfæri sem gefa hnýtingunum aukna ánægju. Stonfo framleiðir einnig ýmsa aðra smávöru til fluguveiði sem mun einnig verða á boðstólum. Þetta er góð viðbót við verkfærin sem við bjóðum frá C & F í Japan og Griffin í Bandaríkjunum. Í fyrstu býður ÁRVÍK upp á tvær gerðir af hnýtingaþvingum fyrir borðfestingu. Þetta eru Morsetto Flylab þvinga (vörunúmer ST1024) sem við mælum með sem fyrstu kaup fyrir byrjendur. Þeir, sem eru reiðubúnir að festa aðeins hærri fjárhæð í kaup á þvingu, ættu að íhuga kaup á Morsetto Flytec gerðinni (vörunúmer ST1048). Þvingan á myndinni, sem kynnir fréttina, er af þeirri gerð. Túpuflugur eiga vaxandi vinsældum að fagna en erfitt hefur verið að fá hérlendis tól til þess að setja í þvingur til þess að auðvelda hnýtingar á túpum. Túputólið frá Stonfo leysir þann vanda, vörunúmer ST1390. Þá er Stonfo að setja á markað sérstaka þvingu fyrir túpuflugur, Morsetto Tubefly eins og sjá má á eftirfarandi mynd: Þessi þvinga verður kynnt á EFTTEX sýningunni í Vín í næsta mánuði, júní 2013. Verður hún til sölu hjá okkur síðar í sumar. Einnig munum við þá taka í sölu aðra nýjung, sem er Morsetto Kaiman þvingan, en hún hentar vel þeim sem hnýta mikið og vilja vera fljótir að skipta um öngul í þvingunni. Þvingan er útbúin með handfangi, sem gerir allar skiptingar auðveldar og fljótlegar,  eins og myndin sýnir:

NÝJUSTU FRÉTTIR