Radian verðlaunastöngin frá Scott

Radian... Þeir, sem hafa veitt á Scott stangir, vita að þar hafa flinkir hönnuðir og stangarsmiðir verið að verki. Það er samt ekki gefið að stangarhönnuðir Scott njóti ávallt verðskuldaðrar viðurkenningar. Aðrar stangir eru betur þekktar í Evrópu og meira auglýstar. Scott er hins vegar vel þekktur framleiðandi á Bandaríkjamarkaði og nýtur virðingar. Það er því töluvert að marka viðurkenningar, sem stangir þeirra fá á sýningum í Bandaríkjunum, þar sem allir bandarísku framleiðendurnir koma saman. Það gerðist í sumar á IFTD sýningunni í Las Vegas.  International Fly Tackle Dealer (IFTD) sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og þar eru allir helstu stangarframleiðendur þátttakendur. Skemmst er frá því að segja að nýja Radian stöngin frá Scott vann til tvöfaldra verðlauna. Radian stöngin var bæði valin besta stöngin í sínum flokki, þ.e. ,,Best new Freshwater Fly Rod“ og  einnig með tilliti til annarra nýjunga á sýningunni í öðrum vöruflokkum skaraði hún fram úr og var valin: ,,Best of Show“. Það er ekki hægt að ná betri árangri í samanburðinum. Í Radian stönginni hefur Scott tekist að sameina hraða og tilfinningu. Margir framleiðendur hafa sífellt verið að gera stangirnar sínar hraðari, jafnvel þannig að veiðimaðurinn missir tilfinningu fyrir stönginni og ræður ekki við hraðann, þótt mörgum finnist auðveldara að kasta stöng sem vinnur hraðar. Þarna hefur það einnig komið á daginn að kraftmestu stangirnar í fluguköstum eru ekki alltaf þær skemmtilegustu til að bregða við fiski og landa honum. Scott hefur hins vegar tekist þetta með Radian að sameina góða kasteiginleika og það að veiðimaðurinn fær næma tilfinningu fyrir stönginni sjálfri. Hvernig fer Scott að þessu? Scott notar X-Core tæknina til þess að smíða stöng með þunnun veggjum og tilfinningu og ReAct tæknina til þess að ná fram hraða og draga úr titringi þegar kastið endar. Þannig sameinar Scott hraða og tilfinningu. Ýmsar fleiri nýjungar mætti nefna, svo sem nýju lykkjurnar frá Snake Brand og REC hjólasætið, en sjón er sögu ríkari. Radian stangirnar eru fáanlegar fyrir línuþyngdir 4 til 8. Þær eru allar í fjórum hlutum. Nánari lýsingu á smíði þeirra má finna inni á heimasíðu Scott hér. ÁRVÍK hefur fengið nokkrar stangir til landsins fyrir línu 5, 6, 7 og 8 en stöngin hefur ekki verið auðfengin vegna mikillar eftirspurnar strax í kjölfar verðlaunanna. Stöngina er hægt að skoða hjá helstu endursöluaðilum okkar, þ.e. Flugukofanum í Keflavík, Veiðivörum á Akureyri og hjá Kröflu og Veiðportinu í Reykjavík. Meira úrval af stönginni er væntanlegt fyrir jól. Væri ekki úr vegi að veiðimenn kæmu óskum sínum á framfæri í einhverri þessara verslana þannig að tryggja megi að óskastöngin geti hugsanlega verið undir jólatrénu á aðfangadagskvöld.

NÝJUSTU FRÉTTIR