Nýjar vörur

Nýjar Aquaz hefur framleitt vöðlur frá árinu 1986. Í ár hefur úrval okkar af vörum frá þeim aukist töluvert. Nýju Dryzip-vöðlurnar bættust nú í hóp þeirra sem fyrir voru. Þetta eru vöðlur með vatnsheldum rennilás og fimm laga Aqualex® Duratek efni neðan hnés til þess að gera vöðlurnar endingarbetri. Með því að slá inn orðinu Dryzip í leitargluggann í hægra horninu má skoða vöðlurnar nánar. Þetta eru Dryzip vöðlurnar. Þær eru svipaðar útlits og BRJ205S en eru fimm laga og með vatnsheldum rennilás. Aquaz BB212FS vöðluskórnir voru nú á hagstæðara verði þannig að unnt var að lækka verð þeirra í 24.900 krónur. Þeir eru til í stærðum 9 til 13, eða 40/41 til 48 ef evrópsku númerin eru notuð. Klæddur í Aquaz vöðlujakka, Dryzip vöðlur og Aquaz BB212FS vöðluskó. Hjálparfoss er í baksýn. Flís (Fleece) undirfötin hafa strax fengið góðar viðtökur (vörunúmer: AQECOFL) og AQ20 hanskarnir sem eru bæði belgvettlingar og grifflur henta vel bæði í stangveiðina og skotveiðina. Þá tókum við inn nýja gerð af vöðlujökkum, AQBR1013. Þeir eru 100% vatnsheldir, úr þriggja laga öndunarefni. Frágangur á ermum við úlnlið gerir veiðmanninum kleift að stinga hönd í kalt vatn án þess að blotna. AQGV701 er létt veiðivesti þar sem sama stærðin hentar öllum. Nú, þegar gæsaveiðtíminn fer í hönd, má minna á neoprene-vöðlurnar (vörunúmer: AQNF200S) og sérstaklega 50/50 vöðlurnar sem eru úr þriggja laga öndunardúk að ofan en skálmarnar eru úr 3 mm neoprene. Sokkurinn er 4 mm eðlisþétt neoprene. Vörunúmerið er AQBRJ701S fyrir þá sem vilja skoða vöðlurnar nánar. AQBRJ701S – vöðlurnar

NÝJUSTU FRÉTTIR