Þurrflugubox þurfa að hafa þann eiginleika að hvert hólf sé með loki. Ástæðan er einföld: Vindurinn. Þurrflugurnar er iðulega lausar í hólfum og það er mikið tap að missa innihald úr heilu fluguboxi út í buskann. Þurrfluguboxin, sem ÁRVÍK hf. tók í sölu frá Leeda í sumar mæta þessum kröfum. Minna boxið LE 9253 er svart, 3,5 sm þykkt og handhægt í vasa, 10 sm x 12 sm. Verðið er 990 krónur. Hitt boxið er glært og tvöfalt þannig að flugurnar sjást vel. Stærðin er 16,5 sm x 9,5 sm og þykktin 4 sm. Verð þess er einungis kr. 690 sem er leiðbeinandi smásöluverð. LE 9253 LE 9208