IFTD: Fishpond fékk þrenn verðlaun

IFTD: Engilsaxar eiga sér orðtak sem hlóðar svo: „Imitation is the sincerest form of flattery“ sem mætti þýða þannig að eftirlíkingin segi meira en mörg orð um það hversu merkileg frummyndin er. Þeir sem framleiða fallega hönnun og vandaðar vörur verða iðulega fyrir þessu. Fishpond er eitt af þeim fyrirtækjum sem við seljum fyrir, sem verður fyrir því að jafnvel þekktir seljendur reyna að stæla hönnun þeirra. Þetta fylgir því að vera í fremstu röð. Og Fishpond var svo sannarlega í fremstu röð á IFTD fluguveiðisýningunni Orlando í Bandaríkjunum á síðasta ári og sópaði til sín verðlaunum. Fispond fékk þrenn verðlaun á sýningunni. Westwater Zippered Duffel fékk fyrstu verðlaun sem „Best luggage“, Vaquero Waxed Canvas Vest fékk fyrstu verðlaun sem „Best Chestpack / Vest“ og bakpokinn Black Canyon Backpack fékk fyrstu verðlaun sem „Best Eco-Friendly Product. ÁRVÍK hóf að selja vörur úr Westwater-línunni á síðasta ári. Má þar nefna Westwater Backpack ( vörunúmer FP4476) og Westwater Roll Top Duffel (vörunúmer FB4568). Verðlaunavörurnar koma í sölu í sumar en hér að neðan má sjá mynd af vörunum: Vaquero Waxed Canvas Vestið Black Canyon Backpack Westwater Zippered Duffel (taskan er einnig til í gráum lit)

NÝJUSTU FRÉTTIR