Með línurnar í lagi

Með Í sumar hefur ÁRVÍK aukið við úrvalið af flugulínum frá Northern Sport. Nú bættust í hópinn Wind Taper flotlína og Super Sink sökklína sem sekkur 18 sm/sek eða hraðar. Einnig bættist við úrval af skothausum. Fyrir voru Intermediate sökklína (4 til 5 sm/sek) og  Fast Sink lína (14 til 15 sm/sek og lína með sökkenda, Sink Tip og einnig flotlínan X High Floating. Northern Sport línurnar eru framleiddar í Kanada. Þótt frostið verði aldrei jafnmikið hérlendis og þar er rétt að hafa í huga að vatns- og lofthitinn hér, jafnvel yfir sumarmánuðina, er svo lágur að línur fyrir heitara loftslag hringast upp og haldast þannig. Þetta á ekki við um Northern Sport línurnar. Þær leggjast sléttar á vatnsflötinn. Við val á flugulínum er rétt að hafa í huga annað mikilvægt atriði sem er þyngdin. Flugulínum er gefið númer samkvæmt AFFTA kerfinu (American Fly Fishing Trade Association) þar sem fyrstu 30 fetin eða 9,14 metrarnir af línunni eru viktaðir. Einhendulínur eru númeraðar frá einum upp í 15, en algengustu línuþyngdirnar eru frá þrjú til níu. Lína númer átta á að henta stöng sem er merkt fyrir slíka línu en það er ekki alltaf svo. Fyrstu 30 fetin af línu nr. átta eiga að vera nálægt 13,6 grömmum en geta verið á bilinu 13,09 til 14,14 grömm til þess að falla í þann flokk. Stangarframleiðendur hafa hins vegar hin síðari ár tekið að framleiða sífellt hraðari og stífari stangir þannig að línur í réttum viktarflokki ná ekki að hlaða stangirnar, sérstaklega ef línuþyngdin er neðarlega á bilinu. Þannig mælir Scott með því að velja línu sem er hálfu númeri þyngri fyrir S4 stöngina en línu samkvæmt AFFTA kerfinu fyrir A3 stöngina. Northern Sport línurnar eru neðarlega á viktarbilinu þannig að við mælum með að velja línu einu númeri þyngri fyrir hraðari og stífari stangir til þess að hlaða stöngina fyrr og betur. Veiðmenn hafa tekið verðlagningu okkar á Northern Sport línunum fagnandi. Gæðin er samæbærileg við betri línur á markaðnum en verðið er aðeins brot að algengu verði flugulína á markaðnum. Leiðbeinandi smásöluverð á flotlínum er kr. 5.900 en kr. 4.900 á sökklínum.   

NÝJUSTU FRÉTTIR