Category: Uncategorized

  • Unnið til verðlauna

    IFTD fluguveiðisýningunni er nú að ljúka í Orlando í Florida. Þáttur í sýningunni er að veita viðurkenningar fyrir vörur sem taldar eru skara fram úr öðrum vörum á sýningunni. Þetta er mikil viðurkenning enda er sýningin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og allir helstu framleiðendur vara til fluguveiði taka þátt í sýningunni.   Scott…

  • Veitt í Fossá og Sandá

    Í september 2013 fóru þrír starfsmenn Árvíkur saman í veiðiferð í Fossá en hún rennur í Þjórsá rétt fyrir neðan Búrfellsvirkjun. Þá var einnig möguleiki að veiða í Sandá sem ekki er lengur tilfellið hvað svo sem síðar verður. Frásögn af veiðiferðinni var skráð og tekin saman á ensku. Hún birtist í erlendu tímariti, töluvert…

  • Hvammsvirkjun og stangveiðin

    Stangveiði stendur ógn af ýmsu sem er að gerast í umhverfi okkar. Það er tvennt sem einkum stendur upp úr í þessu efni. Fyrst skal nefna eldi á göngufiski, laxi og silungi, í sjókvíum. Hitt áhyggjuefnið eru virkjanir í neðri hluta Þjórsár en nú er til umræðu að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk sem virkjunarkostur. Umhverfisstofnun…

  • Radian Fly

    Nils Folmer Jörgensen er einn af fjölmörgum aðdáendum Radian stangarinnar frá Scott. Hann hefur hannað flugu, sem hann kallar Radian Fly, til heiðurs stönginni. Undir efnisflokknum Flugur – uppskriftir er að finna myndir af flugunni og leiðbeiningar hans um það hvernig hún skuli hnýtt. Myndaröðin er birt með góðfúslegu leyfi Nils Folmer.

  • Fyrirmyndir og eftirlíkingar

    Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum flutt mikið af framleiðslu sinni til Asíu, sérstaklega til Kína, en haldið hönnuninni eftir heima fyrir. Reynsla margra þessara fyrirtækja hefur því miður orðið sú að fyrr en varir streyma misgóðar eftirlíkingar inn á markað í Evrópu. Þá þarf ekki einu sinni að koma til að framleiðslan…

  • Degið í jólaleiknum

    Þá er búið að draga í jólaleiknum okkar. Vinningshafarnir þrír eru: (1) Eyrún Sif Kragh hlaut fyrsta vinning, A4 Scott flugustöng að eigin vali. A4 stangirnar eru til á lager hjá ÁRVÍK fyrir mismunandi línuþyngdir, allt frá línuþyngd þrjú til átta. Þetta eru meðalhraðar stangir með tiltölulega snögg viðbrögð. Þær eru framleiddar í Bandaríkjunum. Lífstíðarábyrgð…

  • Fluguhjól á hagstæðu verði

    ÁRVÍK getur nú boðið tvær gerðir af fluguhjólum frá Wychwood – Leeda á hagstæðu verði. Flow fluguhjólin tilheyra Wychwood línunni. Þau eru til í tveimur stærðum fyrir línu 5/6 og 7/8. Liturinn er silfurgrár eða titanium. Þetta eru falleg og vönduð hjól. Flow hjólið var valið Best New Fly Reel á EFTTEX sýningunni á Spáni…

  • Nýtt frá Scott

    Á IFTD sýningunni í Orlando í Florida í sumar kom Scott fram með nýja stöng, Tidal, sem er sérstaklega hönnuð fyrir veiðar í Karíbahafinu. Skilyrði til veiða á opnu hafi eru oft erfið vegna vinds en það eru aðstæður sem íslenskir veiðimenn þekkja vel. Þeir tóku þess vegna STS stönginni fagnandi á sínum tíma. Þótt…

  • Gott úrval af HATCH Finatic hjólum

    Hatch fluguveiðihjólin eru einhver vönduðustu hjólin sem standa fluguveiðimönnum til boða. Þegar ÁRVÍK hóf sölu þeirra vorið 2008 var efnahagur þjóðarinnar talinn góður en útlitið var orðið allt annað með haustinu. Síðan þá hefur efnahagurinn sem betur fer vænkast og Hatch hjólin orðið enn betri. Hatch er nú með nýja línu af hjólum undir heitinu…

  • Nýjar flugulínur frá Aquanova

    Nú í ágúst voru tvær nýjar flugulínur að bætast í úrvalið hjá okkur frá Aquanova. Önnur er glær sökklína, Trout Clear, en hin er Premium Spey lína fyrir tvíhendur. Glærar sökklínur henta vel við viðkvæmar aðstæður í litlu vatni. Þær henta einnig vel í miklu og tæru vatni þegar mikilvægt er að raska ekki ró…