Kamasan þríkrækjurnar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal þeirra íslensku veiðimanna sem veiða á túpuflugur. Og þeim fer sífellt fjölgandi sem það gera. B990 þríkrækjurnar fást í öllum veiðivöruverslunum og fjöldi leiðsögumanna skiptir út þríkrækjum hjá þeim veiðimönnum sem þeir leiðsegja ef þeir eru með aðrar þríkrækjur. Því miður er No. 14 enn sú minnsta sem er fáanleg en sífelldar fyrirspurnir veiðimanna um minni þríkrækjur skila vonandi smærri útgáfu fyrr en síðar. CF1401 Box undir túpuflugur hafa tekið miklum framförum. Lengi vel var CF1401 eina túpuboxið sem við buðum upp á frá C&F en í sumar komu tvær nýjar útgáfur í sölu frá C&F. Bæði boxin eru algjörlega vatnsheld. Leiðbeinandi smásöluverð er kr. 5.990. CF2405H boxið er fyrir styttri túpur en CF2403V er fyrir lengri túpur. Boxin eru einnig með raufum fyrir 20 flugur. Tvö hólf með loki henta fyrir keilur og kúlur. CF2405H CF2403V Þá bjóðum við upp á afar hentugt box í Vuefinder seríunni, LE2097. Boxið er tvöfalt með glæru loki og botni þannig að túpurnar sjást vel. Að ofan eru hólf fyrir langar túpur og króka en botninn er með fimm hólfum fyrir styttri túpur. Verðið er hagstætt en leiðbeinandi smásöluverð er kr. 4.700. LE2097