Undir efnisflokknum Fróðleikur – veiði er nú að finna marvíslegt nýtt efni um Scott flugustangirnar. Yfirlit um framboðið er að finna í greininni „Scott flugustangir“. Þá hafa skrifin um ábyrgð og umhirðu Scott stanga verið uppfærð og endurskrifuð að hluta. Við hjá ÁRVÍK reynum að gera eigendum Scott stanga það eins og auðvelt og hagkvæmt og unnt er að koma stöngum sínum utan og heim vegna viðgerða. Ekki skiptir máli hvort stöngin var keypt hérlendis eða erlendis. Við reynum okkar besta. Úrvalið af Radian og A4 stöngum er nú orðið mjög gott. Þessar stangir eru framleiddar sem einhendur. Tvíhendurnar eru T3H (áður T2H) í Radian gæðaflokknum en A4 tvíhendan heitir L2H. A3 stöngin er enn til bæði sem einhenda og einnig 11 til 12,5 feta fyrir línu sex til átta. Greininni um „Flugulínur fyrir Scott tvíhendur“ er loks ætlað að auðvelda veiðimönnum val á línum fyrir þessa tegund stanga. Fyrsti apríl er í næstu viku. ÁRVÍK óskar veiðimönnum farsæls og fengsæls veiðisumars.