Nú eru síðustu sendingarnar fyrir sumarið komnar í hús. Að undanförnu höfum við verið að fá ýmsar vörur frá Fishpond eins og t.d. Burrito vöðlutöskuna (FP1238), og axlar- og mittistöskur, eins og Gunnison Guide (FP1085), Summit Sling (FP9730) og Waterdance (FP8467). Burrito Gunnison Guide Summit Sling Waterdance Einnig kom góð sending af Dakota stanga- og hjólatöskunni. Lengri gerðin (FP8481) seldist upp á nokkrum dögum en er væntanleg aftur í sumar. Styttri gerðin (FP1207 og FP3585) sem hentar fyrir stangir allt að 9,5 fet í fjórum hlutum er hins vegar til. Dakota stanga- og hjólatöskurnar Allar stangir sem sendar voru í vetur og vor til viðgerðar til Scott eru komnar. Nokkrir veiðimenn eiga þó enn eftir að sækja stöngina sína. GS verðlaunastöngin frá Scott er nú til fyrir línu 4, 5 og 6 en hún vann til verðlauna sem besta nýja flugustöngin á IFTD sýningunni í Orlando í Florída í júlí 2017. Þetta er mögnuð stöng, sem tekur við af G2 stönginni sem kom á markað 2006. Sú stöng er enn til á lager og á lækkuðu verði. G stangirnar frá Scott hafa verið á markaði frá árinu 1976 en hafa tekið miklum breytingum og ávallt verið í fararbroddi á sínu sviði. GS stöngin G2 stöngin Flugulínurnar og taumarnir og taumefnið bíður veiðimanna. Kamasan þríkrækjurnar eru komnar og verðið lækkar frá í fyrra. Loks má nefna að Mepps spónasendingin er komin. Allt úrvalið má finna á heimasíðunni í flokki 1206. Mepps-spónarnir hafa veitt fleiri verðlaunafiska en nokkrir aðrir. Þeir, sem beita kaststönginni, ættu þess vegna að skoða úrvalið. Mepps Aglia spónn