Scott A4 stöngin fæst nú á kostakjörum

Scott Scott A4 stöngin fæst nú á lækkuðu verði og með 20% afslætti að auki til 7. júlí 2018. Útsalan átti að vera til júníloka en er framlengd þar sem fyrirtækið verður því miður lokað dagana 26. júní og 28. og 29. júní.Verð á A4 stönginni er nú lægra en þegar hún kom fyrst á markað. Það lækkaði fyrst í 59.900 og nú í júní 2018 í kr. 49.900. Auk þess býðst kaupendum 20% afsláttur. Verðið er þá komið kr. 39.920. Afslátturinn reiknast við afgreiðslu á vefnum en gildir einnig í verslunum samstarfsaðila okkar sem eru Veiðiflugur og Veiðiportið. A4 stöngin er meðalhröð stöng fyrir allar tegundir fiska. Hún er bæði fyrir veiðar í söltu vatni og fersku. Þessi vandaði frágangur kemur sér vel þegar veitt er í árósum við sjó, svo að ekki sé talað um veiði í sjó. Seltan getur við þessar aðstæður farið illa með fallega gripi sem eru ekki gerðir fyrir slíkar aðstæður og ryð komist í lykkjur t.d.. Allur frágangur á A4 stönginni er til fyrirmyndar. Korkurinn er í gæðaflokki, lykkjurnar vandaðar og samsetningarnar þannig að sem minnst fari fyrir samskeytum. Stöngin er heillökkuð. Stöngin er enn til á lager í flestum gerðum. Vörunúmer SCA48034 – SCA410084. Hér er myndband með Jim Bartschi um Scott A4 www.youtube.com/watch

NÝJUSTU FRÉTTIR