Nýjar vörur daglega

Nýjar Sumar verslanir geta auglýst að þær taki í sölu nýjar vörur daglega. Sú er ekki raunin hjá okkur en þó, þegar að er gætt, hefur ótrúlega mikið af nýjum vörum bæst við vöruúrval okkar í sumar og haust. Frá Scott höfum við tekið inn meira úrval af stöngum fyrir léttari línur. A3 og S4 stangir fyrir línu þrjú eru nú lagervara. Einnig höfum við tekið á lager G2 stöngina sem er eitt af flaggskipunum frá Scott. Wychwood er nýtt vörumerki hjá Leeda. Truefly-hjólin og Aura og Truefly-stangirnar koma þaðan og einnig Profil-hjólin sem bera Leeda nafnið. C&F eru alltaf með eitthvað nýtt. Stóru vatnsheldu boxin eru nú einnig til í stærð ,,medium“ og ,,small“. Einhverjum kann að finnast þessi box í of mikið lagt til þess að verja flugur fyrir veðri og vindum. Box sem tekur 750 flugur, sem hver kostar 300 krónur, og varnar því að öngullinn ryðgi er að verja 225.000 króna fjárfestingu. Það má nokkru til kosta. Loon er nú með allt lakkið í nýjum betri umbúðum. Það er nauðsynlegt að eiga gott lakk áður en hnýtingarnar hefjast. Önnur snjöll nýjung frá Loon er SharkTooth-teygjubandið. Bandið heldur taumefninu á spólunni og tönnin sker tauminn í réttri lengd. Þannig mætti áfram telja. Við mælum með að veiðimenn renni yfir vörulistann okkar og útbúi sér lista yfir það sem vantar fyrir næsta vor. Ef óskalistinn er skilinn eftir á áberandi stað er aldrei að vita hvað mönnum kann að áskotnast í jóla- eða afmælisgjöf.    

NÝJUSTU FRÉTTIR