Hagstætt verð

Hagstætt Er verðið á heimasíðunni ykkar rétt? Þetta er spurning sem við heyrum oft. Oftast er verið að spyrja út í verð á línum og öðrum vörum frá Scientific Anglers og spurt er í undrun hvort verðið sé virkilega svona lágt? Og svarið er: Já, verð á heimasíðunni er svona hagstætt. Verð á heimasíðunni er leiðbeinandi smásöluverð þeirra vara sem við dreifum í heildsölu. Vörur frá Scientific Anglers eru undantekning. Árvík er ekki lengur með heildsöludreifingu á þeim vörum. Verðið er engu að síður leiðbeinandi heildsöluverð en frá því fyrir hrun. Verðið er þess vegna afar hagstætt og lítil þörf á raðgreiðslum til kaupa á þeim vörum. Síðunni er samviskusamlega við haldið. Ef verð breytist er það leiðrétt á heimasíðunni. Nýtt efni er við og við að bætast á síðuna undir Fróðleikur – veiði, Flugur – uppskriftir og Veiðistaðalýsingar. Þá eru nýjar vörur einnig að bætast við í vörulistann. Má þar nefna hnýtingaþvingur og fleira frá Griffin, nýjar vörur frá Fishpond og Zap-límin frá Dave og Emily Whitlock. Hægt er að leita í vörulistanum með því að slá inn heiti vöru eða vörunúmer í leitargluggann efst til hægri.  Ef vörunúmerið GR0722 er t.d. slegið inn í gluggann kemur Odyssey Spider-hnýtingaþvingan í leitirnar. Gæta þarf þess að rita vörunúmerið í samfellu. Eyða í númeri er nægilegt frávik til þess að rugla leitarvélina.

NÝJUSTU FRÉTTIR