Lukkupotturinn – Vinningshafinn

Lukkupotturinn Nú er búið að draga út nafn vinningshafans úr lukkupottinum. Vinningshafinn er: Ásta Valdís Árnadóttir. Gjafabréf að verðmæti kr. 30.000 býður hennar á skrifstofunni. Skrifstofan er lokuð fram á þriðja í jólum en þá opnum við kl. 13:00 á þriðjudeginum 27. desember. Við höldum hins vegar jólagleðinni áfram og verðum með jólaglaðning á Wychwood vörum að minnsta kosti út jólin eða fram á þrettándann. Við bjóðum þessar vörur áfram nánast á gjafvirði eða með 50% afslætti. Nú, á aðfangadag jóla, sendir ÁRVÍK viðskiptavinum sínum og veiðimönnum um allt land bestu óskir um gleðileg jól. Kærar þakkir fyrir viðskiptin á árinu. Megi nýja árið verða ykkur farsælt og fengsælt.

NÝJUSTU FRÉTTIR