Konungleg gjöf

Konungleg Carl Gustaf XVI Svíakonungur varð sextugur hinn 30. apríl 2006. Við það tækifæri færði forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímasson, honum að gjöf E2 stöngina frá Scott. Stöngin er 9,5 fet fyrir línu átta. E2 stöngin er smíðuð eftir hugmyndum Engilberts Jensen eins og kunnugt er. Einnig var konunginum gefið Wish hjólið frá Ísafirði, en línan á hjólinu var GPX línan frá Scientific Anglers, og taumurinn og taumefnið líka.   Með gjöf forsetans fylgdi ný fluga sem Engilbert hannaði sérstaklega í sænsku fánalitunum og gaf af þessu tilefni.  

NÝJUSTU FRÉTTIR