Verðlaun fyrir uppstoppun

Verðlaun Haraldur Ólafsson, uppstoppari á Akureyri, fékk það verkefni á síðasta hausti að stoppa upp bleikjuna vænu sem Jón Gunnar Benjamínsson í Sjóbúðinni veiddi í Eyjafarðará sl. sumar, sjá frétt 25. júlí 2001.  Haraldur og bleikjan tóku síðan þátt í Evrópumeistaramótinu í uppstoppun, sem haldið var á Ítalíu, og vann Haraldur þar til verðlauna, hlaut 2. verðlaun í keppninni.  Bleikjan er nú til sýnis í Sjóbúðinni á Akureyri, en á meðfylgjandi mynd er Haraldur með gripinn góða.

NÝJUSTU FRÉTTIR