Fyrrverandi forseti fær E2

Fyrrverandi George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom hingað til lands á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 2006. Kom hann hingað í boði Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) og tók forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson á móti honum á Bessastöðum. Við það tækifæri færði forseti Íslands honum að gjöf E2 flugustöng 9,5 fet fyrir línu átta. Á Wish hjólinu var GPX lína frá Scientific Anglers, en taumurinn og taumefnið var Frog Hair frá Gamma Technologies. Á myndinni eru Dorrit Moussaieff, Ólafur Ragnar Grímsson og George H. W. Bush við afhendingu gjafarinnar:     Engilbert Jensen, hugmyndasmiðurinn á bak við E2 stöngina, hannaði sérstaka straumflugu af þessu tilefni og gaf forsetanum. Hlaut hún nafnið The 4th of July fly. Hér vinnur Engilbert skemmtilega úr bandarísku fánalitunum, en ekki fer sögum af því hvernig flugan reyndist forsetanum við veiðar hans í Selá, en hann fékk fjóra laxa fyrsta daginn:  

NÝJUSTU FRÉTTIR