Category: Uncategorized

  • Nýjar vörur daglega

    Sumar verslanir geta auglýst að þær taki í sölu nýjar vörur daglega. Sú er ekki raunin hjá okkur en þó, þegar að er gætt, hefur ótrúlega mikið af nýjum vörum bæst við vöruúrval okkar í sumar og haust. Frá Scott höfum við tekið inn meira úrval af stöngum fyrir léttari línur. A3 og S4 stangir…

  • Hagstætt verð

    Er verðið á heimasíðunni ykkar rétt? Þetta er spurning sem við heyrum oft. Oftast er verið að spyrja út í verð á línum og öðrum vörum frá Scientific Anglers og spurt er í undrun hvort verðið sé virkilega svona lágt? Og svarið er: Já, verð á heimasíðunni er svona hagstætt. Verð á heimasíðunni er leiðbeinandi…

  • Kamasan – 100 öngla box

    Þeir sem hnýta mikið eiga þess nú kost að kaupa þrjár gerðir Kamasan öngla í 100 öngla pakkningum. Fyrst buðum við upp á KA110 Grubber önglana í 100 öngla pakkningum en nú hefur verið bætt við tveimur gerðum, KA175 og KA800. Boðið er upp á stærðir 10 og 12 í gerð KA110 (vörunúmer KA11010C og…

  • Kort af Þingvallavatni og veiðistöðum

    Hinn 19. október síðastliðinn birtist hér á vefnum grein um veiði í Þingvallavatni eftir Sigurð G. Tómasson. Þegar greinin birtist voru ekki í henni kort af Þingvallavatni og veiðistöðum eins og til stóð. Nú hefur verið bætt úr þessu og birtast nú í greininni tvö kort sem Ólafur Valsson hefur gert fyrir ÁRVÍK af Þingvallavatni…

  • Kamasan – Aukið úrval

    Nýjar gerðir. Þrjár nýjar gerðir af Kamasan önglum standa nú veiðmönnum til boða. Þetta eru Carp Specialist önglarnir KA725, KA745 og KA775. Þessir önglar eru nú fáanlegir í 10 öngla pakkningum í stærðunum 2, 4, 6, 8 og 10. Pakkinn kostar 890 krónur. Önglarnir eru framleiddir úr stáli og eru sérstaklega oddhvassir og sterkir.  KA725…

  • Þingvallavatn

    Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaðurinn góðkunni, hefur ritað grein um Þingvallavatn sem er birt hér á heimasíðunni í efnisflokknum „Veiðistaðalýsingar“. Sigurður á sterkar rætur á Þingvöllum og þekkir vatnið vel. Í grein sinni fjallar Sigurður um jarðfræði vatnsins og veiðina í vatninu að fornu og nýju. Í vatninu er að finna fjórar tegundir af bleikju, urriða…

  • ÁRVÍK selur ZAP

    ÁRVÍK hefur tekið að sér heildsöludreifingu á vörulínu ZAP fyrir stangveiðmenn í samvinnu við Dave og Emily Whitlock Fly Fishing. Fyrirtæki þeirra hefur útbúið ZAP-A-GAP- límvörurnar í umbúðir og magneiningar sem henta stangveiðimönnum sérstaklega vel til fluguhnýtinga, vöðluviðgerða, taumatenginga og línusamsetninga. Sérstakir kostir Zap-límsins eru mátulegur þornunartími og hversu vel það þolir vatn án þess…

  • Griffin Enterprises hjá ÁRVÍK

    Mikið úrval af hnýtingarþvingum er til á markaðnum. Það er hins vegar ekki auðvelt að finna góðar „true rotary“ hnýtingarþvingur á hagstæðu verði. ÁRVÍK hefur í nokkur ár boðið vandaðar hnýtingarþvingur með þessari hönnun. Nú getum við einnig boðið afar góðar þvingur, þannig hannaðar, á hagstæðu verði frá Griffin Enterprises Inc. í Montana í Bandaríkjunum…

  • Bruce Richards hættir

    Bruce W. Richards, sem verið hefur aðalhönnuður Scientific Anglers á flugulínum í yfir 30 ár, hefur nú látið af störfum. Fluguveiðmenn eiga honum margt að þakka. Flugulínur voru mun einfaldari að allri gerð þegar Bruce hóf störf saman borið við það sem menn þekkja síðar. Þá gátu veiðimenn nánast einungis valið á milli hægsökkvandi línu…

  • Nýtt efni í júlí 2009

    Í júlí voru settar inn þrjár nýjar greinar sem finna má undir flipanum Fróðleikur – veiði. Greinin Frá töku til löndunar fjallar um hvernig bregða á við fiski og þreyta hann. Ef ætlunin er að sleppa fiskinum má finna fróðleik um það efni í annarri grein Veitt og sleppt. Hinar tvær greinarnar, Hundar og fluguveiði…