Category: Uncategorized

  • Réttu græjurnar gefa lífinu lit

    Einn af vaxandi fjölda veiðimanna, sem nota Scott stangir í fluguveiði, sendi okkur línu: ,,Var að nota nýju S4 níu og ½ feta-stöngina fyrir línu 6 í Fnjóská. Þvílík stöng!“ Pétur Benedikt lét mynd fylgja með, þessu til sönnunar og bætti við: ,,Scott S4 og Marryat M2 er mjög skemmtileg blanda.“ Við hjá ÁRVÍK getum…

  • Útsala á flugulínum – Nú ber vel í veiði

    Gott úrval af flugulínum verður á útsölu á kostakjörum hjá okkur út ágúst. Þetta eru valdar gerðir af flugulínum frá Scientific Anglers. Þessar flugulínur eru nú boðnar með 30% afslætt frá verði fyrir hrun sem þegar var afar hagstætt. Útsalan stendur aðeins í fjórar vikur. Henni lýkur 31. ágúst 2011 eða fyrr ef allar línurnar…

  • Nýjungar frá Wychwood

    Paul Richardson, aðalhönnuður Wychwood, er iðinn við að koma fram með nýjar vörur sem vekja áhuga. Beituboxið í beltið (LE0024) var kynnt í frétt dagsins hér að neðan. Vuefinder Competition-fluguboxið (LE6067) er jafnskemmtileg hönnun. Boxið tekur 1000 flugur sem bæði má skoða í gegnum glært lokið og botninn. Á boxinu eru góðar þéttingar til þess…

  • Meira en fluguveiði

    Það verður að viðurkennast að fluguveiðimenn hafa notið meiri athygli en þeir sem beita kaststöngum við veiðarnar, ef vörulistinn, okkar eins og hann var í ársbyrjun, er skoðaður. Að undanförnu hafa hins vegar verið stigin markviss skref til þess að jafna þennan mun og auka þjónustuna við þá sem veiða á beitu, spún eða flugu…

  • Flugulínurnar frá Northern Sport

    Nokkrir vinir okkar hafa verið svo vinsamlegir að prófa nýju línurnar frá Northern Sport fyrir okkur í veiði. Einn fyrrverandi formaður ÁRMANNA, Ragnar Hólm Ragnarsson (sjá mynd) og núverandi formaður, Eiríkur Indriði Bjarnason, eru meðal þeirra sem gerðu okkur þennan greiða. Báðir reyndu þeir ,,X-High“ flotlínuna. Eiríkur Indriði sendi okkur þessa umsögn: ,,Þetta er alveg…

  • Verðlaunagripurinn Scott A3 10084

    A3 Scott-stöng að eigin vali var aðalvinningurinn í afmælishappdrætti Flugufrétta nú í sumarbyrjun. Vinningurinn var dreginn út á þjóðhátíðardaginn 17. júní síðastliðinn en vinningshafinn lét á sér standa. Leit var gerð en án árangurs. Sem betur fer gaf hinn heppni, Steingrímur Brynleifsson, sig sjálfur fram og heimsótti ÁRVÍK í síðustu viku og vitjaði vinningsins. Hann valdi…

  • Aquanova – Nýjar flugulínur

    Undanfarin misseri hefur ÁRVÍK hf. leitað að fyrirtæki sem framleiðir verulega góðar flugulínur sem henta íslenskum aðstæðum hvað varðar veðurfar og erfiðara efnahagsumhverfi. Lausnin er fundin. Nú getum við boðið Aquanova-flugulínur frá Kanada á hreint ótrúlegu verði. Og þær standast allar kröfur um gæði. ÁRVÍK annaðist áður fyrr heildsöludreifingu á flugulínum frá Scientific Anglers (SA)…

  • Elliðavatn

    Elliðavatn opnar til veiða miðvikudaginn fyrir páska 20. apríl. Geir Thorsteinsson hefur tekið saman bækling um vatnið og veiðina í því. Er þetta kærkomin viðbót við þá veiðistaðalýsingu sem hefur mátt finna hér á heimasíðunni. Bæklingurinn er í minni upplausn hér  en sú útgáfa sem finna má annars staðar á vefnum. Þessi útgáfa er 1,5…

  • Veiðibúðin við Lækinn selur Scott

    Veiðibúðin við Lækinn hefur tekið upp náið samstarf við ÁRVÍK um sölu á Scott flugustöngum. Mun Veiðbúðin bjóða upp á gott úrval af Scott stöngum sem verða til sýnis og sölu í versluninni. Scott flugustangirnar eru Hafnfirðingum að góðu kunnar. Veiðibúð Lalla, á meðan hún var og hét, seldi mikið af Scott stöngum og komust…

  • Nýjar vörur daglega

    Sumar verslanir geta auglýst að þær taki í sölu nýjar vörur daglega. Sú er ekki raunin hjá okkur en þó, þegar að er gætt, hefur ótrúlega mikið af nýjum vörum bæst við vöruúrval okkar í sumar og haust. Frá Scott höfum við tekið inn meira úrval af stöngum fyrir léttari línur. A3 og S4 stangir…