Boðið í veiði

Boðið Félögin, sem hafa aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða þeim sem vilja kynnast vatninu að koma og renna í vatnið án endurgjalds næstkomandi sunnudag 25. ágúst 2013. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og leiðbeina um veiði og veiðistaði. Þetta eru Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Heimilt er að veiða á flugu og spón í vatninu. Þeir sem hafa ekki enn náð leikni í að kasta flugu með flugustöng geta að sjálfsögðu notað kaststöngina og bundið fluguna í flotholt. Hér á síðunni undir Fróðleikur má finna ýmsar upplýsingar um Hlíðarvatn og veiði í vatninu. Aðstoðarmönnum ungra veiðimanna má benda á að bláberin og krækiberin við vatnið eru að ná fullum þroska. Ein af bleikjunum sem hafa verið að veiðast í vatninu í sumar.

NÝJUSTU FRÉTTIR