Í júlí voru settar inn þrjár nýjar greinar sem finna má undir flipanum Fróðleikur – veiði. Greinin Frá töku til löndunar fjallar um hvernig bregða á við fiski og þreyta hann. Ef ætlunin er að sleppa fiskinum má finna fróðleik um það efni í annarri grein Veitt og sleppt. Hinar tvær greinarnar, Hundar og fluguveiði og Siðareglur, eru einungis að hluta til fróðleikur. Þær fjalla um umgengnis- og siðareglur við stangveiði. Þær reglur þarf hins vegar að tileinka sér eða læra eins og annað þótt misjafnt sé milli manna hversu tillitssamir þeir eru við náunga sinn og umhverfið. Í sumum tilvikum voru greinar settar inn á vefinn án mynda. Myndefninu var bætt við síðar. Gestir á síðunni, og þeim fer fjölgandi, hafa þannig getað fylgst með sköpunarverkinu í mótun. Allar ábendingar lesenda eru vel þegnar. Óskir um nýtt efni væri sérstaklega gott að fá.