Mepps og mánudagurinn

Mepps Þegar Mepps lauk framleiðslu á spónapöntun okkar í maí virtist ekkert því til fyrirstöðu að sendingin næði til landsins fyrir lok maí. Sögðum við frá því í frétt á heimasíðunni. Flutningafyrirtækinu, sem sótti sendinguna og átti að koma henni til landsins, tóks hins vegar að týna henni í París og var hún fyrst að koma í leitirnar nú í morgun. Við höfum loforð flutningsaðilans að sendingin komi til landsins um helgina og verði komin í hús hjá okkur á mánudaginum 12. júní. Getum við þá strax farið að afgreiða pantanir til verslana en margir veiðimenn hafa beðið óþolinmóðir eftir að geta farið að veiða með Mepps á nýjan leik. Nú ætti sú bið að vera á enda …. og laxar og silungar mega fara að vara sig.

NÝJUSTU FRÉTTIR