Nýungar og framfarir

Nýungar Evrópska veiðivörusýningin EFTTEX og IFTD veiðivörusýningin í Bandaríkjunum eru haldnar árlega. Á þessum sýningum eru veitt verðlaun fyrir ýmsar nýjungar, t.d. bestu „nýju“ flugustöngina. Verðlaunin á þessum sýningum eru einungis veitt fyrir bestu „nýju“ vöruna þótt eldri gerðir séu einnig til sýnis og taki þeirri „nýju“ jafnvel fram. Þeir, sem hyggja á kaup á flugustöng, verða að hafa þetta í huga. Nýju gerðirnar eru ekki alltaf að slá þeim eldri við þótt mörgum sé tamt að halda að ný vara sé betri en sú eldri. Þess vegna er „nýtt“  notað ótæpilega í markaðssetningu, jafnvel þótt einungis umbúðirnar séu breyttar. Framleiðendur koma heldur ekki allir fram með nýjar stangir á markað árlega. Það getur þess vegna hent að besta „nýja“ stöngin sé ekkert sérstök framleiðsla ef helstu framleiðendur eru ekki að koma með nýjungar á markaðinn. Stangir eru einnig af mismunandi gæðum þótt þær komi komi frá framleiðendum sem vanda vinnu sína. Sá mismunur í gæðum kemur síðan að sjálfsögðu fram í verðinu sem getur verið á breiðu bili.      Scott Radian-stöngin Scott Meridian-stöngin Þegar við skoðum handgerða listasmíð, eins og margar flugustangir eru, mætti e.t.v. taka samlíkingu við málverkasýningu. Þótt nýtt verk eftir efnilegan málara vinni til verðlauna sem besta nýja verkið á sýningu gera þau verðlaun ekki að engu verk annarra málara á listasöfnum um allan heim. Eldri gerðir flugustanga geta þannig átt fullt erindi á markaði, og til margra ára. Radian og Meridian verðlaunastangirnar, og eldri Scott stangir einnig, eiga þess vegna fullt erindi til fluguveiðimanna um allan heim svo lengi sem þær eru fáanlegar. Það kemur þess vegna ekki á óvart að Scott Radian-stöngin vermi enn annað sætið af þeim 26 stöngum sem Yellowstone Angler prófaði í 2017 5-Weight Shootout sinni á stöngum fyrir línuþyngd fimm, og komi betur út í mati en nýrri gæðastangir frá öðrum þekktum framleiðendum. Yellowstone Angler segir góðar ástæður liggja að baki mati þeirra og segja í dómi sínum um Radian-stöngina: This is one of the best performing rods you can lay your hands on, and it is also one of the best looking rods on the market. Scott fans absolutely love this rod and if you try one, you’ll likely be a Scott fan too.“ Þeir, sem vilja lesa allt um matið, geta fundið það á þessari slóð hér.

NÝJUSTU FRÉTTIR