Í frétt okkar hér að neðan frá 4. ágúst er sagt frá útsölu á fjórum flokkum flugulína með 30% afslætti. Afslátturinn reiknast við afgreiðslu og reiknast frá því verði sem tilgreint er í vefversluninni. Þótt veiðimenn hafi tekið vel við sér er leið á mánuðinn eru enn til nokkrar birgðir af þessum línum. Þess vegna hefur verið ákveðið að framlengja útsöluna til 18. september sem verður síðasti dagur útsölunnar. Þá bætum við um betur og setjum einnig Steelhead-línurnar á útsölu. Þessar línur eru til í takmörkuðu upplagi í Sharkskin útgáfu, WF6F til WF10F, og í Mastery útgáfu í þyngdum WF6F til WF9F. Þessar línur eru hannaðar fyrir löng köst í miklu vatni við kaldar aðstæður. Þessar línur henta þess vegna vel í sjóbirtingsveiðina í haust en steelhead, stálhausinn, er regnbogasilungur sem gengur í sjó og veiðist yfir vetrarmánuðina í Norður-Ameríku. Sharkskin-útgáfan kostar 9.590 krónur en verðið lækkar í 6.713 þegar 30% afslátturinn reiknast af. Mastery-útgáfan kostar 6.990 krónur sem lækkar í 4.893 krónur með afslætti.