ÁRVÍK hefur tekið að sér dreifingu á Mepps spónum hér á landi. Pöntun á fjölbreyttu úrvali af Mepps spónum (eða spúnum eins og sumir segja) var send Mepps í mars eftir ítarlega könnun meðal verslana. Framleiðslu á pöntun okkar er nú loks að ljúka. Er þess vænst að Mepps spónar verði komnir í verslanir fyrir lok maí. Á heimasíðu okkar, í vöruflokki 1206, Baklínur og spónar, er að finna það úrval sem boðið verður upp á. Við sviptum hulunni af væntanlegu framboði nú, viðskiptavinum okkar til fróðleiks. Fyrstu pantanir verða afgreiddar strax og varan kemur. Mepps spónarnir eru mest seldu spónarnir í heiminum. Forystumenn Hafrannsóknarstofnunar geta vafalaust vottað af eigin reynslu að Aglia Silver spónarnir eru árangursríkt veiðitæki. Fjöldi veiðimanna hefur sömu sögu að segja.