Stoppioni á Ítalíu, sem framleiðir ýmsar vörur til stangveiði undir Stonfo vörumerkinu, hefur hafið framleiðslu á úrvali vandaðra áhalda til fluguhnýtinga. ÁRVÍK hefur selt hnýtingarþvingur og fleiri vörur frá fyrirtækinu en þessi vönduðu áhöld til hnýtinga eru ný í sölu hjá okkur. Áhöldin eru enn sem komið er ekki í dreifingu í verslunum. Til þess að kynna áhöldin íslenskum hnýturum vildum við því bjóða fluguhnýturum úrval þeirra á 30% kynningarafslætti í nóvember. Þau áhöld, sem tilboðið nær til, eru: Áhald / verkfæri: Vörunúmer: Leiðbeinandi söluverð: Keflishalda ST3851 2.590 Hárjafnari ST0874 1.790 Þræðari 1 mm ST7187 eða 1,4 mm ST7194 2.490 Nál (Bodkin) ST5817 2.490 Dubbing tól ST6616 7.500 Fyrir endahnútinn ST5756 2.990 Samtals: 19.850 30% afsláttur 5.955 Tilboðsverð: 13.895 Nánari upplýsingar um áhöldin má finna með því að slá vörunúmerinu inn í leitargluggann efst í hægra horninu á heimasíðunni, t.d ST3851. Myndir af áhöldunum má sjá hér að neðan: