Nýjar gerðir. Þrjár nýjar gerðir af Kamasan önglum standa nú veiðmönnum til boða. Þetta eru Carp Specialist önglarnir KA725, KA745 og KA775. Þessir önglar eru nú fáanlegir í 10 öngla pakkningum í stærðunum 2, 4, 6, 8 og 10. Pakkinn kostar 890 krónur. Önglarnir eru framleiddir úr stáli og eru sérstaklega oddhvassir og sterkir. KA725 öngullinn er með grubber lögun, þ.e. öngullinn er boginn með augað niður. KA745 öngullinn er beinn með teflon húð sem gerir hann endingarbetri og beittari. KA775 öngullinn er beygður með oddinn sveigðan inn á við sem gefur hámarksfestu. Meðfylgjandi myndir sýna þessa lögun betur: KA725 KA745 KA775 100 öngla box Þeir sem hnýta mikið eiga nú þess kost að kaupa KA110 Grubber önglana í 100 öngla pakkningum. Í fyrstunni bjóðum við upp á stærðir 10 og 12 til reynslu (vörunúmer KA11010C og KA11012C). Verðið er hagstæðara en að kaupa 25 öngla í boxi, eða 2.260 krónur. Hagstæðast er samt sem fyrr að kaupa í 1000 öngla pakkningum en þar er verðið 19.000 krónur pakkinn. Sú pakkning er sérstaklega hugsuð fyrir atvinnumenn í hnýtingum og er umfram þarfir flestra leikmanna.