Jólagjöf veiðimannsins.

Jólagjöf... Mörgum reynist það erfitt að finna gjafir handa veiðimanninum í fjölskyldunni. Ekki endilega vegna þess að hann á allt, heldur fremur hitt að við veiðimenn höfum iðulega mjög ákveðnar skoðanir á þeim tækjum, tólum og búnaði sem við viljum nota. Línan verður t.d. að passa við stöngina og hjólið sömuleiðis. Og þegar við höldum að lausnin sé fundin þá þarf að svara því hvort línan á að fljóta öll, sökkva í endann eða jafnvel öll. Við þetta bætist alls konar sérviska og mismunandi reynsluheimur. Við þessu er besta ráðið að fá veiðimanninn sjálfan til þess að skrifa upp óskalista. Jólagjafahandbókin okkar hér á síðunni er hjálp í þeim efnum. Einnig er hægt að skoða vörulistann okkar allan eftir vöruflokkum og velja út gjafir eftir efnum og ástæðum. Við hjá ÁRVÍK þykjumst þess viss að flestir veiðimenn geta skrifað upp langan óskalista ef þeir skoða úrvalið hér á síðunni. Flestar vörurnar okkar geta verið til í næstu veiðivöruverslun ef okkur er send lína þess efnis á netfangið arvik@arvik.is. Einnig er að sjálfsögðu hægt að panta allar vörurnar í vefversluninni okkar.   Jólagjöf veiðimannsins

NÝJUSTU FRÉTTIR