Hatch fluguveiðihjólin eru einhver vönduðustu hjólin sem standa fluguveiðimönnum til boða. Þegar ÁRVÍK hóf sölu þeirra vorið 2008 var efnahagur þjóðarinnar talinn góður en útlitið var orðið allt annað með haustinu. Síðan þá hefur efnahagurinn sem betur fer vænkast og Hatch hjólin orðið enn betri. Hatch er nú með nýja línu af hjólum undir heitinu Finatic. Hjólin hafa verið endurhönnuð og eru nú mun léttari en eldri gerðir. Hjólin eru hins vegar smíðuð með sömu vönduðu diskahemluninni og verið hefur. Hún er fullkomlega varin fyrir bleytu og óhreinindum. Hjólin eru úr áli með varanlegri áferð. Þau henta bæði til veiða í ferskvatni og sjó. ÁRVÍK er með gott úrval af Hatch Finatic hjólunum frá stærð 4+ upp í 12+. Minnsta hjólið, 4+ hentar fyrir línur af þyngd fjögur til sex en 12+ hjólið rúmar línur frá þyngd 12 til 16. Stærri hjólin 9+ og 12+ henta einnig fyrir tvíhendur. Loks má nefna að hjólin eru kjörin til veiða á stórfiski í Karíbahafinu ef einhver er á leiðinni þangað.