Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum flutt mikið af framleiðslu sinni til Asíu, sérstaklega til Kína, en haldið hönnuninni eftir heima fyrir. Reynsla margra þessara fyrirtækja hefur því miður orðið sú að fyrr en varir streyma misgóðar eftirlíkingar inn á markað í Evrópu. Þá þarf ekki einu sinni að koma til að framleiðslan hafi verið flutt. Hönnuninni er hnuplað engu að síður. Í Fréttablaðinu í morgun mátti lesa slíka frétt af húsgögnum, en við þekkjum þennan vanda vegna margrar gæðavöru sem ÁRVÍK selur. Vörur frá Fishpond koma einkum upp í hugann. Vestið á meðfylgjandi mynd og önnur svipuð hafa orðið að þola misgóðar eftirlíkingar. Okkur hafa t.d. borist kvartanir vegna þess að saumaskapurinn á eftirlíkingunum væri ekki nægilega góður. Nú, þegar heyrist að tollyfirvöld fargi eftrilíkingum, er rétt að benda vinum okkar í hópi veiðimanna á að sýna aðgát í klæðaburði sínum.