Jón Gunnar Benjamínsson frá Ytri-Tjörnum í Eyjarfjarðarsveit veiddi þann 20. júlí 2001 fjórðu stærstu bleikju sem veiðst hefur í Eyjarfjarðará frá því að skráningar hófust. Bleikjan mældist 73 cm og 9,1 pund. Þessum risa fiski náði Jón í Torfufellsármótunum í Eyjarfjarðará. Flugan sem Jón Gunnar notaði var rauður kúluhaus sem hann kallar Stínu í höfuðið á unnustu sinni. Flugan er eigin hönnun og framleiðsla Jóns Gunnars, hnýtt á „Grubber“ B110 öngul frá Kamasan. Við veiðina notaði Jón einnig 8 punda fölgrænan Kamasan taum, Windmaster WF-7-F flugulínu frá Scientific Anglers, System 2L 78L fluguhjól frá Scientific Anglers og 30 punda undirlínu frá Scientific Anglers. Við viljum óska veiðimanninum til hamingju með veiðina og vonandi reynast vörur okkar honum og öðrum veiðimönnum svona vel í framtíðinni.