Sumarútsalan – Hinn heppni

Sumarútsalan Útsalan okkar á fluguhjólum og kasthjólum frá Wychwood og Scientific Anglers er enn í fullum gangi. Fram til mánaðarmóta geta viðskiptavinir notið 30% afsláttar af þessum hjólum frá því verði sem sýnt er á vefnum. Vörurnar má skoða með því að slá inn WShjól inn í leitargluggann efst í hægra horninu hér á síðunni. Vörurnar má panta í gegnum vefverslunina eða með því að senda okkur tölvupóst á arvik@arvik.is. Eins og við lofuðum voru nöfn þeirra viðskiptavina sem keyptu fyrir Verslunarmannahelgina sett í lukkupott. Eftir helgina var dregið og kom þá upp nafn Hans Jakobs Beck en hann keypti FLOW 5/6 fluguhjól á útsölinni. FLOW 5/6 hjólið og aukaspólur eru enn til í takmörkuðu magni. Verðið á heimasíðunni er kr. 12.990 en lækkar í kr. 9.093 þegar 30% afslátturinn hefur verið dreginn frá. Enn eru flestar útsöluvörurnar til í takmörkuðu magni. Sem dæmi er Truefly SLA hjólið enn til í stærðum 7/8 og 9/11. Þessi hjól bjóðast nú á kr. 12.593 að frádregnum afslætti. Hjólið er í gjafaöskju með tveimur aukaspólum.

NÝJUSTU FRÉTTIR